falalalala .... lala .. lah laaa

falalalalalaDjöfull dýrka ég það að fara í búðir sextíu dögum fyrir jól og þá þegar er Klukknahljóm farið að klingja í hátalarakerfinu og grænar greinar uppi með öllum veggjum. Svona á að gera þetta!

Hagkaup og Rúmfatalagerinn hafa nú yfirleitt vinninginn, en IKEA og aðrar verslanir koma sterkar inn, Húsasmiðjan/Blómaval þar á meðal. Þetta er alvöru andi og geng ég trallandi með innkaupakörfuna eins og hreindýr á jólanótt með allt nema rauða nefið. Það væri nú kannski hægt að kaupa sér rauðan túss og redda því, en það er seinna tíma vandamál. (Segi ég, "vandamál" fyrirfinnast ekki í þessum heimi, einungis umhugsunarefni sem taka mislangann tíma)

Skyldi ég hvetja fleiri verslanakeðjur til þess að taka upp slíkan hátíðarsið og bera boðskapinn að vitum okkar landsmanna og jafnvel fyrr, október eða kannski september!! Það er aldrei of snemmt fyrir gleði Litla Jólabúðin á Laugaveginum stendur alltaf fyrir sínu. Ég kíkti þangað í júní og boðaði mikinn fögnuð. Betra að vera snemma í jólaskrautinu. Nú skulu seríurnar upp og húsið klætt gleðilitum frá grunni til þakbríkur.

Knúsið jólin í júní! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Svo er náttúrulega best að sleppa því algerlega að taka þetta seríudót niður yfirhöfuð. Það er fátt eitt huggulegra en að sitja úti í norðangarranum uppúr miðjum júlí og heyra seríurnar slást taktfast við mæninn. Eitthvað svo kósý.

Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 02:43

2 identicon

Hey Geiri....því þú ert svo glaður þá er ég ekki lengur reið!  Ég knúsa Geira Glaða!

kv.

Rósa, sem eitt sinn var reið

Rósa reiða (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Höfundur

Geiri glaði
Geiri glaði

Valgeir heitir maðurinn, oftast kallaður Geiri af vinum og vandamönnum, ástæðulaust að hafa annan háttinn á veraldarvefnum. Tek á móti aðdáenda og ástarbréfum: valgeirth@msn.com
Knúsið höfundinn!

Spurt er

Þegar þú opnar ísskápinn, ertu að ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband