it's a digital world

stod2Eins og áður hefur komið fram þá nenni ég ekki að taka þátt í þessarri kreppu og held mínu gleðistriki áfram ótrauður. Fer þangað sem mig langar til, geri það sem mig langar til og fæ mér það sem mig langar til. Kreppukrónur hvað?!

Nú um daginn fékk ég mér til að mynda Stöðvar 2 tilboðspakka allra landsmanna og bætti á mig hinum ýmsu erlendu rásum til að lýsa upp skammdegið heima í stofu.  Þessi dýrð sem svo margt annað tók upp á því að koma mér skemmtilega á óvart í gærkvöld. Allt í einu fór hljóðið að dragast aftur úr myndinni. Ógeðslega er gaman þegar svona gerist. Þetta er eins og að horfa á gamla og góða klassíska Jackie Chan mynd þar sem döbbið á mandarínsku snillinganna er algerlega hrein gargandi snilld!

Nú ég sat í sófanum heima og meðan Kompásinn birti upp líf mitt og liti þess þá gafst mér þess kostur á að ímynda mér að ég væri staddur hvar í veröldinni sem er þar sem döbbið rokkar, svo sem Frakklandi, Spáni, Þýskalandi. Allt eru þetta exótískir staðir sem ég gæti vel hugsað mér til að eyða mánudagssíðkvöldi um miðjan nóvember, og í gær flutti Stöð 2 mig hálfa leið í huganum.

Knúsið Kompásinn! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamlar dubbaðar klassískar bardagamyndir eru tær snilld, það mætti íslensku dubba meira efni en góðar þvottefnisauglýsingar.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Mér finnst samt Þjóðverjarnir toppa allt með því að döbba klámmyndirnar. Enda er það kannski vissara, díalógurinn skiptir að jafnaði höfuðmáli við framvindu plottsins, eins og allir vita.

Heimir Tómasson, 12.11.2008 kl. 10:08

3 identicon

Er þetta nokkuð kaldhæðni sem ég sé skína í þarna hjá þér Valgeir minn?  Mikið ætlað ég að vona að einlægnin sé ekki farin forgörðum.  Einlægt fólk er er á undanhaldi í heiminum og eins og ástandið er núna í veröldinni Valgeir minn þá megum við bara hreinlega ekki við því að missa enn eina einlægu barnatrúsálina yfir í þá köldu heima er sækja nafn sitt til kaldhæðni.  Haltu hjarta þínu hreynu Valgeir minn og vertu trúr þér sjálfum og okkur hinum sem sækjum styrk okkar til þín.

Kv. Rósa reiða

Rósa reiða (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Geiri glaði

Rósa, mín kæra yndis dásemd. Hér finnurðu ekki kaldhæðni síður en svo. Ég skrifa að sjálfsögðu af mikilli alúð og ánægju. Ég læt veðurguðina og frystikistur um kuldann svo mikið er víst.  Knúsaðu mig!

Geiri glaði, 12.11.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Höfundur

Geiri glaði
Geiri glaði

Valgeir heitir maðurinn, oftast kallaður Geiri af vinum og vandamönnum, ástæðulaust að hafa annan háttinn á veraldarvefnum. Tek á móti aðdáenda og ástarbréfum: valgeirth@msn.com
Knúsið höfundinn!

Spurt er

Þegar þú opnar ísskápinn, ertu að ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband