banana phone..

ijustcalledÞað er með ólíkindum hvað það getur stundum farið í taugarnar á fólki þegar gemsar hringja við hinar ýmsu aðstæður. Sjálfur get ég ekki hamið mig af kæti þegar þessi litlu draumatæki taka gleði sína í þögninni og springa út í söng.
Ég var staddur á leiksýningu í gær þar sem slík ánægjustund átti sér stað. Í því sem leikendur á sviðinu brustu í grát af sorg, var kominn tími hjá einhverjum góðkunnum Nokiavini, Sony eða Motorola til þess að hrista upp í gleði gesta á ný með því að syngja og tralla fyrir þá með miklum gleðitónum.

Hversu sællegt og fínt það hlýtur að vera að lifa taumlausri tilveru eins og síminn sem kærir sig ekki um stund nér stað, hvort sem er í bíó, kennslustund í HÍ eða leikhúsi á Hverfisgötunni, ljóðalestur í samtökunum 78 eða Alþingisfundi. Dingdingdingaring!! Ég lifi í stanslausri öfund á þessum gleðiapparötum sem færa gleðina okkur til eyrna óháð stund né stað og fagna því þegar þau taka til tónanna í hvaða sal sem ég er staddur. Bananafónninn

Knúsum gemsana! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Höfundur

Geiri glaði
Geiri glaði

Valgeir heitir maðurinn, oftast kallaður Geiri af vinum og vandamönnum, ástæðulaust að hafa annan háttinn á veraldarvefnum. Tek á móti aðdáenda og ástarbréfum: valgeirth@msn.com
Knúsið höfundinn!

Spurt er

Þegar þú opnar ísskápinn, ertu að ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband