break a l .... egg

breakaeggGeirinn skreppaðist í búðina í gær aldrei þessu vant. Lá leið mín þangað í þeim tilgangi að ná í hinar og þessar gæðavörur í baksturinn. Hvað er betra í þriðjudagsskammdeginu en sjóðheitar og seiðandi spritzkökur. Ég skal segja ykkur lesendur góðir að það er fátt og því lá leið sem var í Krónuna.

Þegar heim var komið opnaði ég bréfgerða eggjabúið sem hýsti tólf egg sem er nú meir en nauðþurftin í uppskriftina. Það sem blasti við mér var að vonum mikil hænugleði. Nú af þeim tólf eggjum sem samankomin voru í bakkanum voru þrjú þeirra brotin eða sprungin. Hversu ljúft og táknrænt það er fyrir lífið á bakvið tjöldin og hugsa ég með mér þegar ég fæ slíkan glaðning inn á eldhússkenk til mín um það að þarna hafi nú bara Guð verið að banka að dyrum og litlu rauðurnar farið að þeyta upp í sér og reynt að verða að ungum. Það hafi þó ekki tekist í það skiptið en það er um að gera að reyna og er þetta björt áminning á fallegt líf og tilveru kúkú , brabra , kvakvak , tvítví og allra þeirra fiðruðu vina okkar sem nú fljúga um himinn himnaríkis. Jesús gaf sitt líf fyrir okkur, svo hafa hænsnin engu síður gert til þess að fæða svanga Manga mannkynsins.

Fögnum eggjalotteríinu sem dregið er út eftir hverja búðarferð og heiðrum fiðruðu frændur okkar.

Knúsið eggin! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin aftur Geiri glaði.  Já jólabaksturinn er líka hafin á heimili Rósu og mæli ég eindregið með að þú skellir í nokkur apfel strudel, ekki síður en hinar ljúfengu spritz kökur, svona fyrst þú býrð yfir tylft guðdómlegra eggja.

Ég knúsa þig!

Rósa Reiða (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Höfundur

Geiri glaði
Geiri glaði

Valgeir heitir maðurinn, oftast kallaður Geiri af vinum og vandamönnum, ástæðulaust að hafa annan háttinn á veraldarvefnum. Tek á móti aðdáenda og ástarbréfum: valgeirth@msn.com
Knúsið höfundinn!

Spurt er

Þegar þú opnar ísskápinn, ertu að ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband