Það er nú meira hvað að getur glatt hann Geira að fara í búð. Ég var að velta því fyrir mér við upphaf innsláttar á þessarri forláta færslu minni hvað það væru mörg gleðitilefni til frásagnar hér sem gerast í búðinni eða eitthvað henni tengt.
En þannig er nú bara lífið, það útdeilir gleð og hamingju til mann hvar sem er og hvenær sem er hvort sem er í kúamykju úti í fjósi, strætóskýli á Suðurgötunni eða lágvöruverðsverslunum landsins. Þannig var nú einmitt sama sagan í dag. Mikið afskaplega snertir það fallega hörpustrengi hjarta míns þegar ég stend í röð við kassa og næsti viðskiptavinur á undan mér er hávirt gamalmenni. Ég ber að sjálfsögðu eins og vera ber mikla virðingu fyrir fólki sem lifað hefur tímana tvenna og ljóma ég allur innra með mér þegar það tekur upp pyngjuna sína úr skjóðunni sinni og byrjar að telja túkallana og krónulingana. Unglingsdaman á kassanum skjagar upp úr sér níjundruðsextíogtværkrónur ... "alveg sjálfsagt" segir Herra Gammel mann "ég held ég eigi það alveg upp á krónu" .. og byrjar að telja.. en, to, tre.... Þetta minnir mig á gamla daga, þar sem farsímarnir voru fjarlægur draumur, greiðslukort hlægjileg og tupperware var helsta söluvara heimahúsanna. Enginn vissi hvað Herbalife var og það kostaði 250 kall í bíó. Ohh hvert skrjáf og kling í veski Herra Gammel mann yljar mér um hjartarætur og ég svíf um bleikar himinhæðir fallegra minninga...
Knúsið klink gamla fólksins!
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Bloggvinir
- Jón Agnar Ólason
- Sigurjón
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Margeir Örn Óskarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Þarfagreinir
- Ísdrottningin
- Anna
- Jón Kjartan Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- gudni.is
- Gunnar Kr.
- Steinn Hafliðason
- Alfreð Símonarson
- Ólafur Aron Sveinsson
- Daníel Halldór
- Einar Sveinbjörnsson
- GK
- Guðlaug Birna Björnsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- gummih
- Haukur Nikulásson
- Haukur Viðar
- Ingvar Valgeirsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Kári Harðarson
- krossgata
- Margrét Sverrisdóttir
- Quackmore
- Siggi Lee Lewis
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Texi Everto
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Athugasemdir
Elsku Valgeir minn, mikið þykir mér það nú yndælt að þú skulir tala um "lágvöruverðsverslanir" en ekki "lávöruverslanir" eins og hinir vitleysingarnir eru svo gjarnir á að gera. Lágvöru hvað??? Vörur sem eru lágar í lofti?! Hvað meinar fólk?! LágvöruVERÐ! Það líka mér
Ég knúsa þig!
Rósa Reiða (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.