fönn... íslensk fönn...
Mér var litið fáeinum mínútum út um svalagluggann og viti menn, blasti við mér hvílík guðdómleg fegurð sem hefur ekki litið dagsins ljóss hér á suðvesturhorninu frá því í vor og hvílíkur sem söknuðurinn hefur verið! Það var ekki bara eitt snjókorn, ekki tvö.. heill snjóflöguher sem ráðist hefur á landið okkar með allri þeirri dýrð og gleði sem honum fylgir.
Ef það er eitthvað eitt, já og aðeins eitt sem ég ætti að velja sem gleður mig mest við fyrsta snjóinn, þá stendur ekki á svörum hér á þessum bænum, ónei! Snjórinn, hér á Íslandi er að vanda mér eins og öðrum landsmönnum algerlega í opna skjöldu. Óvissan, verður snjór á morgun ? eða ekki ? eða verður ? eða ekki ? er svo gífurleg og hristir upp í hverdagleika okkar norðanlegu siðmenningar í skammdeginu til muna. Við búum við þessa trítilmögnuðu spennu frá degi til dags og aldrei að vita hvað kemur næst, hvort sem það verður eftir fimm sekúndur, mínútur, klukkustundir eða daga.. alltaf kemur snjórinn með snjókornahernum marserandi um kalt vetrarloftið.
Óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa spennuleiks sem við leikum á degi hverjum, minnst fulla meðgöngu, eða 9 mánuði á ári hverju... er hinn magnþrungni línudans á milli sumardekkjá og hálku. Það er nú bara adrenalínpési út af fyrir sig sem vert væri að borga sig inn á. Hver kannast ekki við bíllinn taki mann á ókunnar og óvæntar slóðir í hálkunni þegar það hefur látið á sér standa að setja vetrarskóna á nýbónaðan bílinn. Talandi um kærkomna afsökun til þess að mæta of seint í vinnuna og hlusta á ljúfu tónanna sem Rondo lætur flæða um útvarpsbylgjurnar í morgunsárið.. í þessar auka mínútur meðan maður bíður eftir svartklæddu mönnunum í bílunum með bláu ljósin..
Knúsið snjóinn!
Flokkur: Lífstíll | 27.11.2009 | 11:10 (breytt kl. 11:10) | Facebook
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Bloggvinir
- Jón Agnar Ólason
- Sigurjón
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Margeir Örn Óskarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Þarfagreinir
- Ísdrottningin
- Anna
- Jón Kjartan Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- gudni.is
- Gunnar Kr.
- Steinn Hafliðason
- Alfreð Símonarson
- Ólafur Aron Sveinsson
- Daníel Halldór
- Einar Sveinbjörnsson
- GK
- Guðlaug Birna Björnsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- gummih
- Haukur Nikulásson
- Haukur Viðar
- Ingvar Valgeirsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Kári Harðarson
- krossgata
- Margrét Sverrisdóttir
- Quackmore
- Siggi Lee Lewis
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Texi Everto
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.