Eins og litlir jólapakkar streyma litlu sendingarnar inn til mín á degi hverjum í gegnum hina miklu guðsgjöf BRÉFALÚGUNA! Bréfalúgan gerir lífið litríkara með öllum þeim óvæntu uppákomum sem hún hjálpar að rata inn á gólf til mín, jafnt í morgunsárið sem eftirmiðdaginn þegar gluggapósturinn laumar sér inn.
Gluggapósturinn er sérfyrirbrigði út af fyrir sig. Ég sé að sjálfsögðu ánægjulegu og glaðværu hliðarnar á honum sem gætu fleytt samfélaginu í dag vonum framar. Hvernig væri að taka upp á því að gefa ímyndunaraflinu svolítið lausan tauminn og ákveða með sjálfum sér að hver upphæð sem kemur inn á borð í formi gluggapósts sé í plús ekki mínus. Segjum nei við bókfærslu, og förum okkar eigin leiðir í að ákveða hvað debet og kredit þýða. Afraksturinn er gleðilegt líf og glaðlegar nóturnar fá kærkominn hljómgrunn í sálartetrinu!
Ég hringdi í gær og gegn fjármálakreppulögmálinu bætti ég við mig blaðaáskrift fremur en að segja slíkri upp. Nú sit ég og bíð ólmur eftir morgundeginum þar sem bréfalúgan ætlar að færa mér fyrsta stykki af glóðheitri útgáfu Morgunblaðsins og heldur svo fram eftir vetri að færa mér þessar lífsins litlu gjafir. Það eru jólin allt árið í forstofunni hjá Geiranum og samviskusamlega mætir rauðklæddi jólasveinninn 365 daga ársins með pakkaling handa mér. Hvílík forréttindi eru það?!
Knúsið bréfalúguna!
Flokkur: Lífstíll | 7.11.2008 | 10:31 (breytt kl. 12:42) | Facebook
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Bloggvinir
-
Jón Agnar Ólason
-
Sigurjón
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Hlynur Hallsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Margeir Örn Óskarsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Þarfagreinir
-
Ísdrottningin
-
Anna
-
Jón Kjartan Ingólfsson
-
Heimir Tómasson
-
gudni.is
-
Gunnar Kr.
-
Steinn Hafliðason
-
Alfreð Símonarson
-
Ólafur Aron Sveinsson
-
Daníel Halldór
-
Einar Sveinbjörnsson
-
GK
-
Guðlaug Birna Björnsdóttir
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
gummih
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Viðar
-
Ingvar Valgeirsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Kári Harðarson
-
krossgata
-
Margrét Sverrisdóttir
-
Quackmore
-
Siggi Lee Lewis
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Texi Everto
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.