post-it

postitEins og litlir jólapakkar streyma litlu sendingarnar inn til mín á degi hverjum í gegnum hina miklu guðsgjöf BRÉFALÚGUNA! Bréfalúgan gerir lífið litríkara með öllum þeim óvæntu uppákomum sem hún hjálpar að rata inn á gólf til mín, jafnt í morgunsárið sem eftirmiðdaginn þegar gluggapósturinn laumar sér inn.

Gluggapósturinn er sérfyrirbrigði út af fyrir sig. Ég sé að sjálfsögðu ánægjulegu og glaðværu hliðarnar á honum sem gætu fleytt samfélaginu í dag vonum framar. Hvernig væri að taka upp á því að gefa ímyndunaraflinu svolítið lausan tauminn og ákveða með sjálfum sér að hver upphæð sem kemur inn á borð í formi gluggapósts sé í plús ekki mínus. Segjum nei við bókfærslu, og förum okkar eigin leiðir í að ákveða hvað debet og kredit þýða. Afraksturinn er gleðilegt líf og glaðlegar nóturnar fá kærkominn hljómgrunn í sálartetrinu!

Ég hringdi í gær og gegn fjármálakreppulögmálinu bætti ég við mig blaðaáskrift fremur en að segja slíkri upp. Nú sit ég og bíð ólmur eftir morgundeginum þar sem bréfalúgan ætlar að færa mér fyrsta stykki af glóðheitri útgáfu Morgunblaðsins og heldur svo fram eftir vetri að færa mér þessar lífsins litlu gjafir. Það eru jólin allt árið í forstofunni hjá Geiranum og samviskusamlega mætir rauðklæddi jólasveinninn 365 daga ársins með pakkaling handa mér. Hvílík forréttindi eru það?!

Knúsið bréfalúguna! Smile


dream a little dream of me

dreamalittledreamofmeMikið afskaplega dreymdi mig undursamlegan draum í nótt. Það var eins og ég gengi á skýji draumalandsins og hoppaði ofan í hvaða þá veröld sem vera vildi. Allt í einu gekk ég eftir Sæbrautinni og sönglaði uppáhalds lögin mín með Sjéunum tveimur, Cure og Coldplay. Á augnabliki stóð ég uppi á sviði fyrir framan tugi þúsunda aðdáenda með gítar í annarri og míkrófón í hinni og fólk dýrkaði mig og dáði, reyndar ekki ósvipað og í raunveruleikanum, en þetta var fjöldi sem ég hef ekki áður fengið að venjast! Alveg klassískt. Svona á að lifa lífinu.

Þegar ég vaknaði um miðja nótt við bílflautu utandyra var ég glaður og hýr á brá um leið og ég vippaði mér fram á baðherbergi í næturskvettið. Ég er ekki frá því en að ég hafi hreinlega pissað tónunum í klósettið því þegar ég lagðist á koddann að nýju var ég komin til Rómar á Ítalíu talandi ekki staf í máli innfædra en ég var fljótur að taka gleði mína því Róm er einmitt staðurinn sem mig hefur dagdreymt um að fara síðastliðin ár. Næturdraumurinn var því eðlilegasta næsta skref og þvínæst raunveruleikinn... en draumarnir fá að nægja þangaðtil. Sem er yfirdrifið þar sem ég finn enn kaffiilminn af Espressoinum sem mér veittist sú gæfa að smakka hjá rómverjunum.

Knúsið draumalandið! Smile


love shine a light

loveshinealightÍ skammdegi seinniparts þessa annars yndislega dags brá ég mér í stuttan bíltúr. Það væri vart frásögu færandi ef ekki væri fyrir hina miklu ljósadýrð sem blasti við mér á gatnamótunum við Aktu Taktu í Garðabæ rétt handan við horn heimilis míns.

Ég get svarið fyrir það, ég ek þennan veg upp á hvern einasta dag en það var ekki fyrr en í dag sem það skyndilega rann upp fyrir mér hvílík blessun og gleði það fylgir umferðarljósunum sem slíkum.  Sat ég í bílnum mínum og það sótti á mig svo ljómandi hátíðartilfinning við þessum staurum sem umvöfðu bifreiðina allt í kring, að ég fann sjálfan mig lækka í útvarpinu og raula "gulur, rauður , grænn og ..." ja ég komst því miður ekki lengra því græni liturinn fleytti mér áfram út í hið óendanlega sem Reykjavíkurvegurinn er.  Gefið ykkur tíma í að velta þessu fyrir ykkur, leyfið ljósunum að lýsa upp tilveru ykkar eins og þau gerðu fyrir mig þennan rómaða dag og mætið gleðinni á miðri leið.

Knúsið umferðarsljósin! Smile


cheese out

Sæl öllsömul,
cheese outlagði ég leið mína niður í Nóatún í túnunum í dag og varð á vegi mínum hin mesta undrun í matarflórunni OSTUR! Ostur er það fyrirbrigði mataráleggs sem gerir gæfurmuninn á meðal annars brauð ristað jafnt sem óristað og hvort sem um er að ræða samloku eða staka sneið. Lasagne og flatbökur koma einnig sterkar inn í í ostafélagaflokkinn....

Það sem hinsvegar var sérstaklega undursamlegt og unaðslegt við þennan einstaka ost, var það að götin voru á nákvæmlega hárréttum stöðum. Þetta líkar Geira glaða og mæli ég eindregið með því að þið leggið leið ykkar, þó ekki sé lengra en inn í eigin ísskáp grípið oststykkið sem bíður ykkar í ofvæni og sleikið það. Takið þvínæst upp reglustiku og mælið staðsetningu gatanna (gott er að notast við grunnskólastærðfræðina X og Y ás) og merkið hjá ykkur. Endurtakist við hvert oststykki sem verður á vegi ykkar og sendið inn staðsetningu og hnit góðra gata

Knúsið ostinn! Smile


« Fyrri síða

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Höfundur

Geiri glaði
Geiri glaði

Valgeir heitir maðurinn, oftast kallaður Geiri af vinum og vandamönnum, ástæðulaust að hafa annan háttinn á veraldarvefnum. Tek á móti aðdáenda og ástarbréfum: valgeirth@msn.com
Knúsið höfundinn!

Spurt er

Þegar þú opnar ísskápinn, ertu að ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband