dream a little dream of me

dreamalittledreamofmeMikið afskaplega dreymdi mig undursamlegan draum í nótt. Það var eins og ég gengi á skýji draumalandsins og hoppaði ofan í hvaða þá veröld sem vera vildi. Allt í einu gekk ég eftir Sæbrautinni og sönglaði uppáhalds lögin mín með Sjéunum tveimur, Cure og Coldplay. Á augnabliki stóð ég uppi á sviði fyrir framan tugi þúsunda aðdáenda með gítar í annarri og míkrófón í hinni og fólk dýrkaði mig og dáði, reyndar ekki ósvipað og í raunveruleikanum, en þetta var fjöldi sem ég hef ekki áður fengið að venjast! Alveg klassískt. Svona á að lifa lífinu.

Þegar ég vaknaði um miðja nótt við bílflautu utandyra var ég glaður og hýr á brá um leið og ég vippaði mér fram á baðherbergi í næturskvettið. Ég er ekki frá því en að ég hafi hreinlega pissað tónunum í klósettið því þegar ég lagðist á koddann að nýju var ég komin til Rómar á Ítalíu talandi ekki staf í máli innfædra en ég var fljótur að taka gleði mína því Róm er einmitt staðurinn sem mig hefur dagdreymt um að fara síðastliðin ár. Næturdraumurinn var því eðlilegasta næsta skref og þvínæst raunveruleikinn... en draumarnir fá að nægja þangaðtil. Sem er yfirdrifið þar sem ég finn enn kaffiilminn af Espressoinum sem mér veittist sú gæfa að smakka hjá rómverjunum.

Knúsið draumalandið! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Höfundur

Geiri glaði
Geiri glaði

Valgeir heitir maðurinn, oftast kallaður Geiri af vinum og vandamönnum, ástæðulaust að hafa annan háttinn á veraldarvefnum. Tek á móti aðdáenda og ástarbréfum: valgeirth@msn.com
Knúsið höfundinn!

Spurt er

Þegar þú opnar ísskápinn, ertu að ..

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband